Nr 12

18 05 2007

Ég er út og suður með þessa talningu held ég. Settist bara núna niður og taldi aftur. Vikan er búin að vera góð. Varð reyndar svöng í gær upp úr kvöldmataleitið og jæks skapið sko. En þessa vikuna eru farin 2 kg Þannig að núna eru farin akkúrat 3,9 kg síðan 7 maí. Mest er nottla vatn því ég var búin að safna svo miklu svoleiðis. En ég er ánægð. Enn styttist í utanlandsferð. Erum að sko svona Bed & breakfast svo við getum gist 1 nótt við Lególand og skoðað vel. Kostar ekki mikið og mikið laust líka var hissa á því. Búin að skoða nokkra staði.  Jæja best að fara hafa sig í leikskólann. Heyrumst 😀

Advertisements
Svo dugleg !! (dagur nr 8)

14 05 2007

Jæja komin vika síðan ég byrjaði aftur. Er bara nokk sátt við mig. Fékk mér nú nammi á laugardaginn en ég hef bara líka ákveðið að það sé í lagi. Keypti meira segja snakkpoka til að stúta yfir Evróvisíon en þegar kom að því að snæða það þá langaði mér ekkert í það. Nartaði í 4-5 skífur og svo ekki meir. Bjó til þessa líka fanta fínu pizzu reyndar 3 en það voru margir í mat. Borðaði ekki of mikið og mjög sátt við það.

Svo á sunnudeginum var snakkið enn á borði og ég snerti það ekki. En mikið langaði mig samt í smá tíma. Er búin að vera rosa dugleg og drekka mitt herbalife og það er bara að virka núna. Svo er heitur matur heima hjá mömmu á kvöldin. Jæja ætli sé ekki best að skella sér í bælið. Var að reikna áðan og komst að því að það eru ekki nema 21 dagur þar til ég flýg til Köben og tek svo lestina yfir í Svíaríki. Góða nótt

Nammi dagur í dag

12 05 2007

Vikan búin að ganga mjög vel. Næst er bara að fara mæta í ræktina aftur. Er búin að missa 2,5 kg frá því á mánudaginn. Reyndar er þetta aðalega vatn en samt gaman að sjá árangur. Nú er vigtin mín komin í skápinn þar til næstu viku. Nú er að fara í verslunarleiðangur og leita að skóm á guttan. Tala seinna.

jæja

10 05 2007

Dagurinn gekk bara fanta vel. Gaman að horfa á Evróvisíon svona á fallegri íslensku. Sonur minn er voða monntinn í dag og ég líka. Hann var að kvarta undan einni tönninni sinni sem var víst eitthvað skökk. Jamm hún var það, þar sem hann er komin með fyrstu lausu tönnina sína. Reyndar eru þær tvær, báðar neðri framtennurnar. Þetta er svaka gaman og spennó. Greinilegt að krakkinn er að stækka. Jæja nenni ekki meir. Farin að sofa og er búin að setja hana vigtoríu mína inn í skáp nema á föstudagsmorgnum. Yfir og út :mamm verðandi tannálfur

Nr 4

10 05 2007

Ég sver ég kann ekki að telja. Það er dagur nr 4 í dag þar sem ég byrjaði á mánudegi. Dagurinn í gær gekk bara mjög vel. Sé ekki fram á neitt nema þessi verði alveg jafn góður. Skelli meiru inn í kvöld.

Nr 2

9 05 2007

Jæja dagur nr1 búinn, tæknilega nr2 þar sem ég byrjaði á mánudegi en var með pest þá þannig að það telst líka með. Það gekk nú bara ágætlega. Nema fékk þessa svakalegu nart og nammilöngun upp úr 20:00. Svo ég ákvað að fá mér popp. Held það sé svo sem í lagi. Bara einn poki af Orville Light. Ekki einu sinni safi með en slatti af vatni eftir á. Þessi dagur kemur til með að verða betri. Svo er bara næsta skref að fara vakna á venjulegum tíma, er nefnilega komin ca 1klst á eftir venjulegri áætlun. Verð að koma mér í farið því strákurinn byrjar í skóla í haust og þá verður ekkert mehe með það að vakna.

Jebb

8 05 2007

Jæja ætli sé ekki best að fara koma sér í gírinn aftur. Talvan var bara á verkstæði eiginlega allan apríl nema yfir páskana en þá var ég ekki heima. Ég er sko alls ekki búin að vera standa mig. Enda er hart tekið á því núna. Búið að fara yfir heimilið og skutla öllu óhollu heim til múttu og sömuleiðis veskinu. Eina sem er hér er Herba dótið og skyr og morgunmatur fyrir strákinn. Er líka í kvöldmat heima hjá mömmu þar sem ég er verst á kvöldin. Þetta ætti að vera nóg til að koma mér aftur í gang.Þannig að svona lítur nýja matarplanið út ca: og já nottla fullt af vatni og grænu te.

morgunmatur: sheik með tilheyrandi vítamínum og svoleiðis
millibiti: ávextir ef ég verð svöng
hádegismatur: sheik með tilheyrandi eins og um morguninn
kaffi: skyr eða hrökkbrauð
kvöldmatur: bara heimilismatur hjá múttu bara minni skammtar